Klifurköttur í Trékyllisvík

Bjarki klifurkötturTöffararnir hjá Orkubúi Vestfjarða hafa verið í heimsókn í Árneshreppi að laga rafmagnið (sem fer ansi oft) og skipta um perur í ljósastaurunum.

Hérna sést hann Bjarki, sem klifraði upp ljósastaurinn við Finnbogastaðaskóla, einsog ekkert væri! Okkur þætti gaman að geta prílað svona, en Bjarki notar sérstaka töfraskó til að komast á toppinn.

Bernharð og Óskar fylgdust mjög áhugasamir með og héldu greinilega að nýr risaköttur væri kominn í sveitina!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband