Óskar á músaveiðum

Óskar veiðikötturSíðustu daga höfum við séð spor eftir mýs í snjónum við skólann okkar, enda vilja þær örugglega komast í matinn í eldhúsinu. En Óskar ætlar ekki að hleypa þeim inn í skólann!

Núna í vikunni klófesti Óskar mús sem ætlaði að laumast í matarbirgðirnar. Óskar kom sigri hrósandi með músina til Elínar skólastjóra og var greinilega stoltur af frammistöðu sinni.

Bernharð hefur ekki ennþá farið á músaveiðar, enda finnst honum skemmtilegast að kúra í sófanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband