Allir eru snillingar fram að tíu ára aldri!
Við vorum ekki alveg sammála um spakmæli vikunnar núna, en Ásta fékk að velja. Júlíönu fannst spakmælið gott, en að höfundurinn, sem hét Aldous Huxley, hefði frekar átt að miða við 11 eða 12 ár.
En við getur sannarlega verið sammála um að ÖLL börn eru snillingar!
Myndin er af ísbjarnarhúnum sem eru greinilega ALGJÖRIR snillingar, enda er ísbjörninn víst ein gáfaðasta dýrategund í heiminum.
Flokkur: Bloggar | 14.12.2007 | 12:22 (breytt kl. 12:29) | Facebook
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 3429
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Núna um jólin öfunda ég ykkur dálítið. Og svona til að skýra þetta betur þá öfunda ég ykkur af jólunum!
Ég ólst upp í afskekktri sveit norður í Skagafirði og þar var ekki rafmagn, ekki sími fyrstu árin og ég man meira að segja eftir því þegar fyrst kom útvarpstæki í bæinn okkar sem var þiljaður torfbær.
Faðir minn fór í kaupstaðinn fyrir jólin og keypti það sem nauðsynlega þurfti fyrir baksturinn og steikina. Og hann fór ríðandi á hesti því það var enginn bílvegur.
Núna höfum við svo mikið af öllu sem mann dreymdi þá um og líka ósköpin öll af mörgu því sem engan dreymdi þá um því það var ekki til.
En jólin voru bara svo hátíðleg þá við kertaljós og steinolíulampa.
En hátíðlegast fannst mér þó að fara síðustu ferðina í fjárhúsin, hesthúsið og fjósið áður en helgin gekk í garð. Það var svo mikill og ólýsanlegur friður sem fylgdi því að sitja á garðabandinu og horfa og hlusta á kindurnar háma í sig heyið sem alltaf var nú valið og vel útilátið.
Þarna finnst mér að hafi verið meiri og dýpri jólahelgi en sú helgi sem ég á núna kost á, fjárlaus, hestlaus og kýrlaus.
Mikið eigið þið gott að fá að njóta alls þessa.
Gleðileg jól til ykkar allra í þessari kynngimögnuðu sveit í útjaðri byggðar á Íslandi!
Árni Gunnarsson, 25.12.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.