Gleðilegt ár!

100_2649Gleðilegt ár kæru lesendur, vinir og fjölskylda!

Það var mjög gaman á litlu jólunum hjá okkur. Við borðuðum saman jólahangikjöt í skólanum og skiptumst svo á pökkum.

Við buðum svo fjölskyldum okkar í kaffi og súkkulaði. Við höfðum æft stórkostlega skemmtidagskrá fyrir þau.

100_2634Ellen og Árný frá Melum hjálpuðu okkur í tónlistaratriðunum enda eru þær landsfrægir snillingar á sviði söngs og gítarleiks

100_2644Að lokum dönsuðum við öll saman í kringum jólatréð sem var rosalega gaman og hátíðlegt.

Gleðilegt ár öll sömul og takk fyrir öll skrif ykkar í gestabókina. Það er svo gaman að geta verið í sambandi við ykkur.

Sjáumst svo á nýju ári þar sem við munum halda áfram að bjóða upp á fróðleiksgullmola og sjóðandi heitar fréttir frá nafla alheimsins, Árneshreppi á Ströndum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband