Gott að nota heilann aftur!

Glaður hópurÍ dag var fyrsti skóladagur eftir jólafrí og við fórum yfir hvað okkur fannst skemmtilegast við jólin og spjölluðum um hvað er gott við að komið sé nýtt ár.

Ástu fannst eiginlega skemmtilegast að opna pakkana en líka að fá góðan jólamat og sofa út. Uppáhalds jólagjöfin var spiladósin frá pabba og mömmu og hún var líka mjög ánægð að fá bókina eftir Þórarin Eldjárn, Grannmeti og átvextir

Um áramótin er allt skemmtilegt og fallegt að horfa á brennuna en flugelda terturnar eru langmest spennandi sagði Ásta en Júlíana er hrifnust af stjörnuljósum því þau er svo falleg og hugguleg.

Júlíana sagði að ferða dvd spilarann sem hún fékk væri uppáhaldsgjöfin sín. Hún fékk líka Tinnabók sem hún og pabbi eru að lesa saman sem er frábær, eins og allar Tinna bækurnar.

Ásta og Júlíana sögðu báðar að það væri gott að byrja aftur í skólanum þó það hafi verið svolítið erfitt að vakna í morgun, því Það er svo gott að nota heilann aftur!

Það er líka margt gott við að komið er nýtt ár, í mars verðum við ári eldri, svo kemur sumarið og þá er svo margt skemmtilegt að gera eins og sauðburður og að leika sér. Samt er líka margt mjög skemmtilegt á veturna, þó við vildum alveg fá meiri snjó til að leika okkur í.

Áramótin þýða að tíminn er ekki stopp, sem betur fer sagði Júlíana að lokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband