Á mánudaginn fórum við í heimsókn á flugvöllinn á Gjögri til að kynna okkur starfsemina þar. Sveindís á Kjörvogi er flugvallarstjóri og hún tók vel á móti okkur.
Flugfélagið Ernir flýgur tvisvar í viku (á mánudögum og fimmtudögum) með farþega, póst og vörur fyrir kaupfélagið í Norðurfirði.
Sveindís flugvallarstjóri leyfði okkur að fylgjast með þegar hún talaði við flugstjórann í talstöð, áður en hann lenti vélinni í einstaklega fallegu veðri. Við spjölluðum líka við flugstjórann og fengum mjólk og kökur hjá Sveindísi þegar flugvélin var farin.
Þetta var mjög skemmtileg og fróðleg ferð og hérna eru nokkrar af spurningunum sem við lögðum fyrir Sveindísi flugvallarstjóra.
Ásta: Hvenær byrjaðir þú að vinna á flugvellinum?
Sveindís: Árið 1999.
Ásta: Hvað hét flugvallarstjórinn á undan þér?
Sveindís: Jón Guðbjörn Guðjónsson.Júlíana: Hvað þarftu að gera áður en flugvélin kemur?
Sveindís: Skoða flugvöllinn, segja hvernig veðrið er.
Ásta: Hvernig talið þið saman?
Sveindís: Í talstöð.
Ásta: Hvernig veistu hvar flugvélin er?
Sveindís: Ég spyr.
Ásta: Hvernig veit flugstjórinn hvar flugvöllurinn er í myrkri?
Sveindís: Við erum með ljós hérna úti.
Ásta: Hvað gerirðu ef flugvélin brotlendir?
Sveindís: Ég hringi í 112.
Júlíana: Vinnur þú ein á flugvellinum?
Sveindís: Hávarður vinnur líka stundum.
Júlíana: Hvenær fluttir í sveitina?
Sveindís: Ég hef alltaf átt heima hér.
Við stelpurnar erum núna að kynna okkur öll störf sem unnin eru í sveitinni okkar og á næstunni verða viðtöl við fleiri sveitunga okkar!
Flokkur: Bloggar | 23.1.2008 | 11:52 (breytt 26.1.2008 kl. 19:32) | Facebook
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 3429
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.