Ævintýri um hund og kött

Óskar og Ásta og KrossnesfjallNú er runnin upp kisuvika hjá okkur. Við ætlum að segja sögur af kisum og birta ljóð og kvæði um þessi skemmtilegu dýr. Ásta samdi þessa sögu sem heitir Hundur og köttur: 

Það voru einu sinni hundur og köttur. Þeir voru vinir og léku sér saman, en stundum klóruðu þeir hvor annan.

Einu sinni, þegar þeir voru að leika sér, rúlluðu þeir niður í fjöru og duttu ofan í gljúfur.

Kötturinn kunni að klifra og hann prílaði með hundinn upp. En þá tók ekki betra við: Þeir voru fastir á eyðieyju!

Hundurinn kunni að synda og hann svamlaði með kisa aftur upp á land!

Svona unnu hundurinn og kötturinn vel saman.

Myndin er af Ástu og Óskari að leika sér á þessum fallega mánudegi í Trékyllisvík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband