Kisa fer til London

Bernharð og ÁstaÁsta er eldsnögg að læra ljóð og kvæði, og hún kann margar skemmtilegar vísur. Nýjasta kvæðið er um kisuna sem fór alla leið til London að veiða mýs.

"London er höfuðborgin í Stóra-Bretlandi," útskýrir Ásta, sem er líka orðin glúrin í landafræði. Hér er kvæðið Kisa mín ásamt ljósmynd af Bernharð og Ástu:

Kisa mín, kisa mín,

hvaðan ber þig að?

-- Og ég kem nú frá London,

þeim mikla og fræga stað.

Kisa mín, kisa mín,

hvað gerðirðu þar?

-- Og ég var að veiða mýsnar

í höllu drottningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband