Ullin okkar góða og hlýja

 

Við vorum með þæfingarnámskeið í skólanum okkar í gær. Það vargaman að þæfa skemmtilegt að vera allar saman, Badda, Hrefna, Elín, Júlíana og Ásta  og svo kom líka sérstakur gestur til okkar, hún Maddý í Norðurfirði. 

Okkur fannst mjög gaman að þæfa og bjuggum til bolta, blóm og myndir. Við lærðum að þegar maður þæfir má maður ekki vera harðhentur heldur mjúkhentur. Það þarf að nudda vel og setja nóg af sápu á ullina. En svo þarf líka að passa að skola hana vel úr þegar maður er búinn.  Maddý stóð sig mjög vel í sínum fyrsta þæfingartíma. Hún bjó til glæsilega húfu en okkur fannst svolítið fyndið þegar hún var að þæfa hana á boltanum, því það var eiginlega eins og hún væri að þvo einhverjum um hárið.

MeistarastykkinVið vorum mjög ánægðar með það sem við bjuggum til. Þið sjáið afraksturinn á myndinni.

Það var líka frábært að vita næstum jafn mikið og  kennararnir. Við vorum eiginlega að læra þetta allar saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband