Smiðurinn kemur fótgangandi yfir Trékyllisheiði

Björn bóndi að gera brennuna tilbúna  Það eru rosalega spennandi hlutir að gerast í verbúðinni. Júlíana hefur verið fréttaritari skólans í Norðurfirði síðustu daga.

"Ingólfur, pabbi (Guðlaugur), Hrafn, Björn og Gunnsteinn hafa verið að rífa veggina í verbúðinni þannig að nú er þar stór salur.

Þar á að koma kaffihús sem við köllum kaffi Norðurfjörður þó við vitum ekki alveg endanlegt nafn ennþá." 

Júlíana er mjög glöð með kaffihúsið "bæði af því að þá verða til fleiri störf í sveitinni og líka verður gaman að fá að hjálpa til og hitta alla ferðamennina og gestina"

Júlíana og áramótabrennan!"Ég fylgdist með þegar allt spýtnabrakið úr verbúðinni var brennt á risastórri brennu.  Það komu margir úr Norðurfirði að fylgjast með  enda var engin brenna hér á áramótunum útaf roki, svo við kölluðum þetta bara áramótabrennu."

Palli smiður er nú kominn í sveitina til að byrja að smíða inn í stóra salinn. Hann þurfti að ganga síðasta spölinn yfir Trékyllisheiði, en það er önnur saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband