Öskudagurinn var frábær! Við klæddum okkur allar upp eftir hádegismatinn í allskonar gervi. Júlíana og Ásta umbreyttust í glæsilegan sjóræningja og alvöru indíána. Hrefna varð að fögru graskeri, Badda að freknóttum gíraffa með varalit og Elín að snjóhvítum ísbirni með fínt svart trýni.
Við fórum á Finnbogastaði og sungum fyrir Munda í fjárhúsunum, rollurnar og tíkurnar, Kolla og Tíra fylgdust líka með af athygli.
Ferðin lá svo upp í Bæ til Guggu góðu. Júlíönu tókst með klækjum að krækja á hana öskupoka og það þyngdist vel í nammipyngjunni.
"Það er ótrúlega spennandi að reyna að festa öskupoka á fólk án þess að það taki eftir því" sagði Júlíana á eftir.
Við heimsóttum svo Valgeir sem var í skúrnum að vinna og sungum og sungum. Hann bað um aukalag og ætlaði svo að gefa okkur fuglafóður eftir alla söngskemmtunina. En hann var auðvitað að grínast og bætti í nammipyngjuna.
"Valgeir er svo fyndinn og mikill grallari! annars væri hann ekki frændi minn" segir Ásta heimspekilega.
Leiðin lá svo í Norðurfjörð þar sem kaupfélagið var opnað fyrir okkur sérstaklega. Við urðum heldur betur hissa þegar við komum þangað inn. Þar beið okkar hópur af skrautlegum karakterum. Við fórum allar að skellihlæja, þó sérstaklega að Maddý. Hún var svo fyndin með hárkolluna, í pels og kafmáluð. Meira að segja Lappi þekkti hana ekki þegar hún kom í kaupfélagið og gelti að henni.
Þar sungum við fyrir alla viðstadda og fengum síðan fullt af nammi og ís. Þau þökkuðu líka vel fyrir sig með því að syngja fyrir okkur Gamla Nóa.
Næst lá leiðin í skólann aftur þar sem Hrefna tók á móti okkur appelsínugul og búin að gera kassann með köttinn tilbúinn. Við slógum hann svo úr af miklu afli og fengum popp og gos og fórum svo í skemmtilega leiki.
Kærar þakkir til allra fyrir að gera daginn okkar svona skemmtilegan!
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 3428
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.