49. íbúinn fæddur í Árneshreppi!

Með Guggu í fjárhúsunumNú getum við sagt ykkur stórtíðindi, því miðvikudaginn 13. febrúar fæddist nýr íbúi Árneshrepps! Þá eignuðust Gunnar og Pálína í Bæ litla stúlku og þar með hefur Aníta prinsessa fengið systur. Þar með íbúarnir í Árneshreppi orðnir 49.

Af þessu tilefni heimsóttum við stolta ömmu, Guggu í Bæ. Hún var í fjárhúsunum að gefa, þegar okkur bar að garði. Litla stelpan er ekki komin heim í sveitina sína, en við hlökkum mikið til að sjá hana. Af þessu skemmtilega tilefni tókum við viðtal við Guggu í fjárhúsunum.

Ásta: Hvað áttu mörg börn og barnabörn?

Gugga: Ég á fjögur börn og eitt stjúpbarn, og fimm barnabörn og eitt stjúpbarnabarn. Og reiknaðu nú!

Ásta: Veistu hvað litla stelpan á að heita?

Gugga: Nei, ég hef ekki hugmynd um það!

Júlíana: Hvað var hún þung?

Gugga: 3325 grömm.

Júlíana: En hvað var hún löng?

Gugga: 51 sentimetri.

Júlíana: Klukkan hvað fæddist hún?

Gugga: Hún kom í heiminn klukkan 11:19.

Júlíana: Hvernig er hárið á litinn?

Gugga: Dökkt.

Júlíana: En augun?

Gugga: Blá, einsog hjá öllum í fjölskyldunni. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband