Björgum bangsa

Knútur krúttVið í Finnbogastaðaskóla höfum áhyggjur af ísbirninum, því við heyrðum í fréttunum að Norðurpóllinn bráðnar hratt og þar með heimkynni bangsa.

Við erum núna að rannsaka ísbirni og höfum komist að því, að í heiminum eru aðeins til 20 til 25 þúsund ísbirnir, næstum því jafn margir og íbúar í Kópavogi.

Ísbirnir lifa á Grænlandi, Alaska, Síberíu, Svalbarða og Kanada. Þeir lifa aðallega á sel, sem þeir veiða á ísnum. En nú er ísinn að bráðna og þar með er miklu erfiðara fyrir ísbjörninn að komast af.

Okkur datt í hug að kannski væri hægt að búa til athvarf fyrir ísbirni á Suðurpólnum. Þar er nægur ís og líklega myndu þeir byrja á því að fá sér mörgæsarsteik!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband