Bless á meðan!

VestmannaeyjarVið erum sannarlega í sumarskapi í Finnbogastaðaskóla í dag, enda hellir sólin geislum sína yfir Trékyllisvík.

Og það sem meira er: Nú erum við að undirbúa skólaferðalag -- alla leið til Vestmannaeyja!

Vestmannaeyjar eru langt í burtu en við vissum að þar varð eldgos fyrir 35 árum. Við höfum líka komist að því að alls eru eyjarnar 15 og að sú stærsta (þar sem við verðum) heitir Heimaey.

Í Vestmannaeyjum búa mjög margir, miklu fleiri en við héldum. Ásta giskaði á að íbúar væru 145 og Júlíana taldi að íbúar væru aðeins fleiri, eða 269. Staðreyndin er sú að íbúar Vestmannaeyja eru hvorki fleiri né færri en 4.040.

Við leggjum af stað á mánudaginn og erum orðnar mjööööög spenntar. Ásta ætlar að byrja að pakka strax á morgun, föstudag, en Júlíana ætlar að bíða þangað til á sunnudaginn.

Eitt er víst: Þetta verður skemmtilegt og við segjum ykkur ferðasöguna þegar við komum heim aftur.

Bless á meðan! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband