Góðir gestir og ótrúlega mikill snjór!

Jæja við erum komnar heim aftur eftir frábært skólaferðalag! (Við segjum ykkur bráðum meira frá því). Það hefur verið nóg að gera hjá okkur síðustu daga. Það var ótrúlega skemmtilegt þorrablót á sunnudaginn og svo höfum við fengið alveg frábæra gesti í skólann okkar. Mikla strandakrakka sem gaman er að fá í heimsókn.

Guðrún Harpa leikur listilega fyrir JúlíönuGuðrún Harpa sem er sko hreinræktuð strandastelpa í allar ættir og Kári sem er auðvitað eins mikill strandastrákur og hægt er að vera.

Guðrún Harpa og Júlíana eru að vinna að ævintýri þar sem  hetjan er stelpa, (eins og svo oft í raunveruleikanum) og fáum við vonandi að sjá það hér á síðunni okkar þegar það er tilbúið.

Ásta og Kári eru í miklum snjóhúsaframkvæmdum. Reyndar eru Harpa og Júlíana líka með í því. Það er verið að gera eitt stærsta og flottasta snjóhús sem sést hefur lengi í risaskaflinum fyrir utan skólastjóraíbúðina. Ef tekst að gera það nógu stórt verður kannski hægt að nota það sem kennslustofu! Þá þurfum við bara að fá Hrefnu til að gefa okkur heitt kakó svo heilinn frjósi ekki alveg.

 En Kári og Ásta eru kominn með góða hugmynd að sögu sem gerist í snjóhúsi.Það kæmi ísbjör semásta og kári væri rosalega góður og yrði vinur okkar, nei! það væri betra ef hann væri vondur því þá yrði sagan miklu meira spennandi. Meira um það síðar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband