Ísbjörninn vondi - saga eftir Ástu og Kára.


Eigum við að treysta honum?Einu sinni þegar var rosalega mikill snjór úti vorum við öll að hjálpast að við að búa til mjög stórt snjóhús. Ásta og Kári og Júlíana og Harpa voru miklir snjóhúsameistarar. Þegar þau höfðu lokið við glæsilegasta snjóhús veraldar kom Elín og sagði að það yrði kennslustund í snjóhúsinu. Þá hoppuðu allir hæð sína í loft upp og hrópuðu: HÚRRA!
Við komum okkur vel fyrir í snjóhúsinu með heitt kakó og Elín las fyrir okkur sögu um ísbirni, sem voru hættulegir og varasamir og við fengum hroll og urðum svolítið hrædd.
Allt í einu heyrðum við eitthvað fyrir utan. Var það fótatak? Kannski var þetta fugl? Eða kisa? Allt í einu rekum við upp öskur, það er stór ísbjörn sem horfir á okkur inni í snjóhúsinu. Ásta kallar hátt og segir okkur að besta ráðið til að losna við ísbirni sé að gera mikinn hávaða. Við æpum öll eins hátt og við getum, klöppum saman höndunum og lemjum með rassaspjöldunum.
Allt í einu byrjar ísbjörninn að tala við okkur. Hann segir “ ég er rosa, rosa, rosa einmanna. Viljið þið leyfa mér að koma inn í snjóhúsið”? en Ásta hvíslar að okkur, “ekki taka áhættuna, ekki trúa honum, hann er kannski vondur og kannski svangur!”
Þá segjum við “ farðu í burtu ísbjörn og finndu þér einhverja aðra ísbirni til að leika við. Við tökum ekki áhættuna.”
Þá öskrar hann og reynir að troða sér inn í snjóhúsið til að éta okkur. Við æpum öll hátt af hræðslu.
En guði sé lof, þarna birtist Hrafn, sem var kallaður Krummi Klakason þegar hann var strákur, með boga og ör. Hann miðar beint á ísbjörninn og segir honum að koma sér í burtu, og fara heim til sín.

Ísbjörninn hleypur í burtu fer uppá ísjakann sinn og siglir heim á Norðurpólinn.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband