Hér kemur sagan sem Júlíana Lind og Guðrún Harpa sömdu saman í síðustu viku. Njótið vel því hér eru framtíðar rithöfundar greinilega á ferð.
Farðu nú í fornöld og frá þessari veröld
Í Pearl Road 6 í Bandaríkjunum var Helena að finna sér hrekkjavökubúning fyrir kvöldið. Helena var ósköp venjuleg 12 ára stelpa, hún var brúnhærð og með ljósblá augu. Í skólanum hennar voru tvær leiðinlegar systur sem hétu Ketilfríur og Kátfríður. Þær öfunduðu Helenu hvað hún væri falleg og gáfuð. Í hvert sinn sem eitthvað forljótt kom í tískublöðunum suðuðu þær um það. Það var bankað að dyrum og Helena fór til dyra og þar var Maríanna. Þær ætluðu að vera saman á hrekkjavökunni.
Helenu fannst hún ekkert það skemmtileg. Helena ætlaði að vera norn og Maríanna var líka búin að ákveða að vera norn. Þegar Helena sagði Maríönnu að hún ætlaði að vera norn varð Maríanna reið og strunsaði út. Þá þurfti Helena að fara ein á hrekkjarvökuna.um kvöldið Hún var komin með fullan nammipott og hún var á heimleið en þá komu Kátfríður og Ketilfríður og mönuðu hana að fara í húsið þar sem nornin bjó. Enginn þorði að fara í húsið því nornin var svo grimm. Hún bankaði að dyrum og út kom það skelfilegasta sem hún hafði séð. Það líktist skjaldböku í framan. Nornin sagði með rámri röddu: Ég á ekkert nammi hér! Þá sprautaði Helena vatni framan í hana. Nornin trylltist og öskraði : Snautaðu burt, ófétið þitt. Nornin tók töfrasprotann og beindi honum að Helenu og sagði : Farðu nú í fornöld og frá þessari veröld
Krakkarnir hlupu burt þegar þau sáu Helenu hverfa. Helena snerist í marga hringi áður en hún áttaði sig á hvað hafði gerst. Allt í einu var hún komin út í frumskóg. Helena vissi ekkert hvar hún var, þannig að hún klifraði upp í tré til að litast um. Hún sá gamaldags þorp og Þegar hún fór niður sá hún skilti og á skiltinu stóð Kamilott. Hún varð hissa því hún hafði lesið um þorpið í skólanum. Það hafði farist fyrir u.þ.b. 300 árum vegna flóðs. Svo hún ákvað að fara í þorpið og spyrja hvaða ár væri og ef þeir myndu segja árið 1708 myndi Helena vara þau við. Hún reyndi að brjótast í gegnum þéttvaxnar greinarnar.En það gekk eiginlega ekki.
Þegar hún kom út úr skóginum sá Helena breiða á. Áin var svo löng að það tæki nokkra daga að ganga í kringum hana. Svo Helena ákvað að synda yfir ána. Þegar hún var komin yfir ánna sá hún stórt fjall. Helena áttaði sig á að hún þyrfti annað hvort að fara yfir eða kringum það. Helena ákvað að fara yfir fjallið. Þegar hún var komin hálfa leið upp á fjallið sá hún helli og fór og hvíldi sig þar. Svo þegar hún ætlaði aftur að leggja af stað, kom grjótskriða og lokaði fyrir hellinn.
Helena varð mjög hrædd og hélt að hún kæmist aldrei út aftur. Hún hallaði sér uppað einum klettaveggnum ein þá opnuðust leynidyr og hún var komin hinu megin við fjallið. Þá var ekkert svo langt til Kamilott. Þegar hún kom til Kamilott spurði hún fyrstu manneskjuna sem hún sá hvaða ár væri. Stelpan sem hún spurði leit út fyrir að vera 10 ára. En stelpan æpti norn! og hljóp í burtu.
En Helena skildi ekki hvað stelpan var að meina. En leit svo á sjálfa sig og fattaði að hún var ennþá í nornabúningi.
Helena tók af sér hattinn og skykkjuna. Hún fór til stelpunnar og spurði hvað hún héti. Stelpan hét Katrín og Helena sagðist heita Helena. Svo spurði Helena hvaða ár væri og Katrín sagði að það væri árið 1708. Helena leit upp að stíflunni og sá að hún var alveg að bresta. Hún spurði Katrínu hvort hún mætti tala við bæjarstjórann. Já sagði Katrín og fylgdi henni að ríkmannlegasta húsinu í þorpinu. Helena átti við fund við bæjarstjórann og sagði honum að stíflan væri að bresta og þorpið myndi fara á kaf.
Bæjarstjórinn fór að hlæja og sagði ; Vina mín, stíflan er traust eins og járn. Það getur ekki verið sagði Helena og benti á stífluna. Guð minn góður! sagði bæjarstjórinn óttasleginn. Helena spurði bæjarstjórann hvað hann ætlaði að gera í málinu. Ég, ég þarf að pússa peningana fyrir svefninn og hef ekki tíma fyrir svoleiðis lagað.
Þá sagði Helena: En þú ert bæjarstjórinn og þú átt að hugsa um fólkið þitt ef ég myndi segja þeim það myndi enginn trúa mér. Fólkið hlustar á þig.
Já fólkið hlustar á mig af því ég er svo fallegur sagði bæjarstjórinn.
Þá sagði Helena: Þú ert bara montinn og sjálfselskur. Hún gekk reið út og fór til Katrínar og sagði henni frá stíflunni. Katrín ætlaði í fyrstu ekki að trúa Helenu en henni fannst Helena svo alvarleg í braði að hún trúði henni.
Næst fóru þær að segja öllum frá stíflunni og sýndu þeim bunana sem var byrjuð að leka í leiðinni. Þær sögðu fólkinu að vera rólegt og taka bara það nauðsynlegasta eins og mat, hesta, hlý föt, vatn og teppi.
Það var lagt af stað í ferðina. Allt gekk vel í fyrstu en svo fór að rigna og allar eigur fólksins blotnuðu. Svo sá fólkið stóran helli og fólkið ætlaði að vera þar þangað til það myndi hætta að rigna. Fólkið var búið að vera þar í óratíma, orðið matarlaust, því var orðið kalt þegar loksins stytti upp. Sjáið þetta galdratæki æpti Katrín. Þetta er regnbogi sagði Helena.
Ferðinni var svo haldið áfram. Fólkið vildi frekar ganga meðfram ána. Þegar fólkið var búin að ganga nokkurn spöl sáu þau þorp sem var eitt og yfirgefið.
Þau skoðuðu sig um og leist ágætlega á staðinn og allir fundu sér hús. En Helena sá hreyfingu í einu húsinu sem enginn hafði farið inn í. Hún fór upp að húsinu og bankaði. Til dyra kom gamall kall með meters langt skegg. Hann varð undrandi að sjá manneskju því hann hafði ekki séð manneskju í mörg ár. Hver ert þú? spurði Helena. Ég heiti Skeggjólfur en kallaðu mig Skegg, en hvað dregur ykkur hingað? Spurði Skeggi.
Við vorum að forðast flóð sagði Helena. Krassss!
Nú hlýtur stíflan að vera brostin sagði Helena má fólkið vera um kyrrt?
Já auðvitað!, nú fæ ég loksins félagsskap sagði Skeggi.
Hvernig get ég launað þér spurði Skeggi. Já, sko eiginlega þarf ég að komast heim
Hvar áttu heima?
Ég á heima í Pearl Road 6 í Bandaríkjunum, en það er ekki bara það, því ég þarf að komast fram í tímann til ársins 2008, 31.október svaraði Helena.
Ég er galdramaður og er nýbúinn að finna upp tímaþulu sagði Skeggi.
En afhverju býrðu einn í þessu þorpi? spurði Helena.
Það flýðu allir frá mér af því ég er töframaður
Ég ætlað að fara að kveðja fólkið og svo ég ég aftur og þá kemst ég til mínstíma sagði Helena og fór og kvaddi Katrínu og allt fólkið.
Bless, ég á eftir að sakna ykkar.
Við líka hrópuðu fólkið!
Svo fór Helena til töframannsins og hann töfraði hana til síns heima. Þá var hún kominn fyrir framan hús nornarinna og hún hljóp heim til sín.
Þegar hún kom heim til sín hljóp hún í fangið á mömmu sinni og pabba og sagði: Það er allt í lagi með mig, ég er komin aftur!
En þú ert bara búin að vera í burtu í 2 klukkutíma sagði pabbi hennar undrandi því tíminn hafði verið á stopp á meðan hún var í fornöld.
Hvað varð um fötin þín? spurði mamma Helenu. UUUU
mér fannst það bara flott.
Einu ári síðar
Viltu ekki fara að drífa þig á hrekkjavökuna svo þú missir ekki af öllu namminu spyr mamma?
Nei, nei, það er allt of mikið vesen sagði Helena.
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.