Það sem okkur fannst skemmtilegast í skólaferðalaginu!

Júlíana segir frá sundferðinni í Eyjum

 Júlíönu fannst skemmtilegast í sundlauginni í Vestmannaeyjum. Það er salt vatn í lauginni og þá er svo gott að synda. Það var líka rosa flott stökkbretti. Fyrst var Júlíana svolítið hrædd á því. Hún hélt að hún mundi renna útaf því og skalla bakkann en hún var bara mjög klár að stökkva af brettinu þegar hún var búin að finna að það var gott að nota sér að brettið dúaði. Henni fannst ekki mikið mál þó hún fengi nokkra magaskelli, henni fannst það bara skemmtilegt. Í sundlauginni var hægt að fara í körfubolta sem var mjög gaman. Badda og Hrefna voru svolítið klaufskar að hitti í körfuna en Ástu og Júlíönu gekk mikið betur. Í sundlauginn voru líka stórir kleinuhringir (kútar sem voru eins og uppblásnar bílslöngur nema bara rauðir og gulir) sem vara rosalega gaman að búa til turna úr og synda inn í. Í sundlauginni hittum við líka krakka sem við höfðum kynnst í Herjólfi á leiðinni til Vestmannaeyja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband