Júlíönu fannst mjög skemmtilegt að skoða fiskvinnsluna í Ísfélaginu en vinur pabba hennar, Ægir Páll, ræður þar ríkjum. Hann fékk einn verkstjórann til að fara með okkur í gegn um alla vinnsluna. Það var hreint stórbrotið. Merkilagast var að sjá hvernig allt var unnið í vélum (aðeins öðruvísi en á Norðurfirði) tæknin var hreint ótrúleg. Fiskurinn fer á færiböndum um allt hús og endar í kössum sem eru sendir til útlanda. Sumar vélar vinna síld, aðrar loðnu og enn aðrar þorsk og ýsu. Ástu fannst merkilegt að sjá munin á loðnuhængnum og hryggnunni. En hængurinn hefur loðna rönd eftir miðri hliðinni. Við fengum spil, reglustikur og húfur með okkur heim.
Takk
Pompei Norðursins
Uppgröftur gosminja í Vestmannaeyjum
Eins og allir vita var eldgos í Vestmannaeyjum 23.janúar 1973. Við fengum Kristínu, sem er verkefnisstjóri yfir uppgreftinum, til að sýna okkur hvar er verið að grafa upp hús sem fóru undir ösku í gosinu. Það var bara svo mikill snjór að við sáum ekki eins mikið og við hefðum viljað. En það sem við sáum var strompur á húsi og veggir, hurðir og gluggar. Fólkið vonar að á neðrihæðum og í kjöllurum húsanna megi enn finna hluti sem ekki hafa skemmst. En það á eftir að koma í ljós hvað er heilt þegar búið verður að grafa húsin alveg upp.
Ástu og Júlíönu finnst þetta svo merkilegt að þær vilja að sem flestir fari og skoði Vestmannaeyjar.
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.