Þetta skólaferðalag var frábært
alveg frá því að við lögðum af stað frá Gjögri. Ásta fékk reyndar verk í tennurnar í fluginu en flugmaðurinn sagði að það gæti stafað af þrýstingnum.
Við fórum svo með rútu til Þorlákshafnar og þaðan fórum við með HERJÓLFI til Vestmannaeyja. Ferðin á Herjólfi var fín fyrir utan smá sjóveiki hjá Júlíönu. Í Eyjum tók Ásgeir bróðir hennar Hrefnu á móti okkur og keyrði okkur um allt. Út á Skans, upp á nýja hraun, upp á Stórhöfða, inn í Herjólfsdal ofl. Hann sýndi okkur hvar Guðlaugur kom í land úr sundinu þegar Hellisey, báturinn sem hannvar á fórst. Þar er til sýnis baðkar eins og það sem Guðlaugur braut klakann á til að fá sér vatn að drekka. Júlíana reyndi að brjóta klakann og sagði að það væri ekki séns. Hann sýndi okkur hvar Tyrkirnir komu á land. Það heitir Ræningjatangi. Við skoðuðum aliendur og gæsir og stæðsta fílshaus í heimi. Útsýnið var alveg frábært við sáum Ísland svo vel að við sáum austur að Dyrhólaey. Á heimleiðinni var bræla svo við fórum bara í koju og höfðum það notalegt.
Við þökkum öllu fólkinu sem tók á móti okkur og hjálpaði okkur að gera þetta ferðalag svona skemmtilegt.
Kveðja frá Júlíönu og Ástu
Flokkur: Bloggar | 13.3.2008 | 13:49 (breytt kl. 15:43) | Facebook
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.