Klettur litli kysstur

Klettur litliKlettur litli fær aðhlynningu frá mömmu sinni í fjárhúsunum á Steinstúni. Hann fæddist seinnipartinn í gær, þriðjudag, og kom í kjölfar bróður síns, sem fékk nafnið Blettur.

Öll lömbin fimm, sem fæðst hafa á Steinstúni, eru mjallarhvít, nema hvað Blettur hefur svartan blett á síðunni.

Klettur fékk sem sagt ekki nafn sitt af því hann væri mikill fyrir lamb að sjá, heldur vegna rímsins.

Júlíana er í því ábyrgðarhlutverki á Steinstúni að gefa lömbunum nöfn og stendur sig aldeilis vel.

Fimmta lambið heitir Kleópatra eins og drottningin mikla í Egyptalandi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband