Tuttugu lömb komin í Árneshreppi

MóðurástSauðburðurinn er rétt að hefjast í Árneshreppi og þá verður nú líf í tuskunum í fjárhúsunum. Allan sólarhringinn.

Bær hefur tekið afgerandi forystu, þar hafa sex kindur þegar borið, og alls hafa 20 lömb litið dagsins ljós í hreppnum. Þetta og fleira forvitnilegt kom í ljós í rannsókn sem Júlíana gerði nú í morgun.

Á Kjörvogi bar ein kind strax 17. apríl, tveimur lömbum sem heilsast vel. Fyrstu lömbin í hreppnum fæddust hinsvegar á Finnbogastöðum í lok mars, en fleiri hafa ekki bæst við ennþá.

Fjórar kindur hafa borið á Steinstúni en þar drapst lamb hjá einlembu. Hún var þá látin ættleiða Klett litla, sem við sögðum frá í síðustu viku. 

Enn hafa engar kindur borið í Litlu-Ávík, Árnesi, Melum og Krossnesi.

Um og upp úr næstu helgi fer hinsvegar allt á fulla ferð. Þangað til verður mikið bakað í Árneshreppi, svo ekki vanti veitingar meðan skemmtilegasta tímabil ársins stendur yfir! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband