Krían er komin! Krían er komin!

KríanKrían er komin í Trékyllisvík! Og þá veit ég að vorið er komið, segir Ásta.

Krían er ótrúlega stundvís fugl. Hún kemur alltaf 8. maí. Og það brást ekki núna frekar en venjulega.

Ásta, sem þekkir kríuna mjög vel, segir að krían sé skemmtilegur fugl.  Og hún flýgur svo fallega.

Krían passar hreiðrið sitt mjög vel, og er óvægin við þá sem koma nálægt. Krían er sannkallaður varðfugl og passar til dæmis æðarvarpið í Árnesey.

Krían er mikill afreksfugl. Hún er komin hingað, alla leið frá Suðurskautslandinu. Á þessari síðu má lesa um kríuna, og þar stendur meðal annars:

Á farfluginu fljúga þær á 45–60 km hraða á klukkustund í 6–7 tíma daglega og fara þannig um 300 km á hverjum degi. Allt ferðalagið aðra leiðina tekur því um einn og hálfan mánuð, hreint ótrúlegt afrek fyrir fugl sem ekki vegur nema rúm 100 g.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband