Krúttið Kúrt

Kúrt litliÞað eru fleiri en farfuglarnir sem koma svífandi í Árneshrepp þessa dagana. Á föstudaginn bættist kettlingurinn Kúrt í hóp íbúa, og hann hefur eignast heimili hjá Bernharð og Óskari.

Kúrt er 8 vikna lífsglaður lítill kisi sem finnst mjög ævintýralegt að vera kominn í sveitina.

Óskar, sem er 1 árs, og hinn 4 ára gamli Bernharð eru ekki alveg búnir að ákveða hvað þeim finnst um Kúrt, enda á hann til að stelast í matinn þeirra og er auk þess alltaf að reyna að fá þá til að leika við sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband