Innbrot í kaupfélaginu...

Maríuerla

 Óvenjulegur innbrotsþjófur var á ferðinni í kaupfélaginu í Norðurfirði á sjálfan hvítasunnudag.

Júlíana, sem býr í kaupfélagshúsinu, segir að mamma hennar hafi orðið þjófsins vör þegar hún var að ná í krukku af rauðkáli.

"Mömmu brá í brún, þegar hún heyrði vængjaþyt í búðinni," segir Júlíana. Gunnsteinn var kallaður til, svo hægt væri að opna stóru hurðina á lagernum en þá var hinn óboðni gestur floginn út um glugga.

Þarna var maríuerla á ferðinni, en þessi skemmtilegi smáfugl er þekktur fyrir að gera sér hreiður í mannabústöðum. Á þessari síðu hérna má lesa sitthvað fróðlegt um maríuerluna.

Þar kemur meðal annars fram að maríuerlan hefur vetursetu í sólinni í Afríku og að á Íslandi verpa hvorki fleiri né færri en 100 þúsund pör.

"Þær geta ráðið við haförninn, ef allar maríuerlur standa saman," eins og Ásta bendir á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband