Ljúffengar veitingar, óvenjuleg borgun

VöflurEftir skemmtilega skoðunarferð um verksmiðjuna og sögusafnið í Djúpavík bauð Eva okkur í gómsætar kræsingar á hótelinu.

Það var svakalega gaman að skoða hótelið, því þar er svo mikið af forvitnilegum hlutum.

Vöfflurnar og kakóið runnu ljúflega niður, þótt okkur þætti dálítið skrýtið að borða þær með smjöri og osti, eins og Eva kenndi okkur.

Þegar við ætluðum að borga fyrir okkur úr ferðasjóðnum sagði Eva hótelstýra að það eina sem við þyrftum að borga væri loforð um að koma aftur í heimsókn á næsta ári!

Það er sko loforð sem við hlökkum til að standa við! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband