Hreiður á hjólum

Hreiður á hjólumFuglarnir í sveitinni okkar eru önnum kafnir við hreiðurgerð þessa dagana. Árneshreppur er 724 ferkílómetrar og því ætti að vera nóg pláss.

Samt taldi ein maríuerla á Melum hyggilegast að gera sér hreiður inni í jeppanum þar -- nánar tiltekið upp við vinstra framhjólið.

Badda á Melum fann þennan óvenjulega laumufarþega í vikunni, en þá hafði hreiðrið greinilega ferðast talsvert um sveitina.

Engin egg eru komin í hreiðrið og unnið er að framtíðarlausn á þessum óvænta vanda... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband