Takk fyrir okkur! Sjáumst í haust

Gleði í lok skemmtilegs skólaársÞað var sannarlegur frábær andi við skólaslit í Finnbogastaðaskóla. Margir íbúar úr hreppnum komu til að gleðjast með okkur og boðið var uppá skemmtilegar ræður, dýrindis kræsingar -- og mjög góðar einkunnir!

Við skólaslitin var hún Badda okkar heiðruð sérstaklega, en hún er núna að hætta eftir áratuga starf í skólanum. Hún er örugglega vinsælasti kennarinn í sögu Finnbogastaðaskóla, einsog sást af öllum kveðjunum sem gamlir og ungir nemendur sendu henni.

Við munum sakna Böddu sárt, en vitum að hún verður ekki langt undan!

Við viljum þakka öllum sem hafa komið í heimsókn á heimasíðuna okkar síðan í haust. Það er ótrúlega að gaman að sjá að mörg þúsund gestir skuli hafa komið í skólann okkar. Sérstaklega þökkum við allar hlýju kveðjurnar í gestabókinni hér á síðunni.

Svo kveðjum við (í bili) með orðum Halldórs Laxness, sem voru greypt í pennann góða sem Badda fékk í kveðjugjöf:

"Sannleikurinn er ekki í bókum og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í mönnum, sem hafa gott hjartalag."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband