Hvaða dýr er skemmtilegast?

Uppáhald JúlluVið erum búnar að setja inn nýja skoðanakönnun, og biðjum alla að greiða atkvæði. Spurt er: Hvaða dýr finnst þér skemmtilegast?

Hægt er að velja kisu, hest, hund, kind, kanínu eða kú.

Júlíana vildi reyndar líka bjóða upp á gíraffa, sem henni finnst svakalega skemmtileg skepna, en við ákváðum að hafa bara íslensk dýr að þessu sinni.

Við erum með fleiri skemmtilegar skoðanakannanir, um uppáhalds árstíðina, fallegasta fjallið í Trékyllisvík og spurningu um hvort fólk hafi komið í Árneshrepp.

Sumarið og vorið eru allsráðandi og aðeins einn hefur (ennþá) greitt vetrinum atkvæði. Reykjaneshyrna ber höfuð og herðar yfir önnur fjöll (þó þau séu líka falleg) og langflestir af þeim sem hafa svarað hafa komið í Árneshrepp. Og hinir eru áreiðanlega á leiðinni!

Júlíana valdi myndina sem fylgir þessari frétt og þeir sem vilja vita ALLT um gíraffa geta smellt hér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband