Algert sælgæti!

FjallagrasadrottninginVið fengum algert sælgæti hjá Hrefnu í hádeginu: fjallagrasamjólk. Númi (bróðir Ástu) tíndi fjallagrösin þegar hann var í smalamennsku um daginn og við nutum góðs af því.

Við mælum með því að allir prófi, og hér er uppskriftin -- þið talið við Núma ef ykkur vantar fjallagrösin!

3/4 lítrar mjólk

1 hnefi fjallagrös

1-2 matskeiðar púðursykur

1/2 teskeið salt

1. Mjólkin er hituð 2. Grösin eru hreinsuð og þvegin vel, látin út í sjóðandi mjólkina 3. Soðin í 2-3 mínútur 4. Salti og sykri bætt í.

Verði ykkur að góðu!

Myndin er af Hrefnu með fjallagrösin góðu.

Hérna má lesa allt um fjallagrös.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband