Kuldaboli snýr aftur

ÁrnesfjallFjöllin í Trékyllisvík eru komin í hvítan kufl og kuldaboli er sannarlega kominn aftur í sveitina okkar. Þegar við fórum út í hádeginu lentum við í hagléli!

Við hringdum í Jón Guðbjörn, veðurathugunarmann í Litlu-Ávík, og hann sagði okkur að hitinn í morgun hefði verið 2,6 gráður.

Júlíana hlakkar til að fá snjóinn en vill helst bíða með hann þangað til í desember. Ástu finnst ágætt að hafa snjóinn í fjöllunum, en vill helst ekki hafa hann á túnunum, því þá þarf að reka kindurnar í hús.

Og þá er ekki hægt að sveifla sér í fjárhúsunum, segir Ásta. Við erum nefnilega með kaðla í fjárhúsunum og þar er svo skemmtilegt að leika sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband