Urðarköttur eignast hús

Ástrós, Urðarköttur og nýja húsiðÞað blæs hressilega í Trékyllisvík og rignir einsog hellt sé úr fötu. Þá er nú gott að litla lukkudýrið okkar hafi fengið þak yfir höfuðið.

Urðarköttur hefur eignast hús í garðinum við skólann og þar finnst honum gott að liggja í skjóli frá stormi og regni.

Við erum með samkeppni í gangi um besta nafnið á hús Urðarkattar og ykkur er velkomið að senda tillögur.

Á myndinni er Ástrós að gefa Urðarketti pelann sinn og einsog þið sjáið er litla lukkudýrið okkar ekkert mjög lítið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

hvað með Urðarkot ?

Agnes Ólöf Thorarensen, 7.10.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Elsa Rut Jóhönnudóttir

Mér finnst að kofinn ætti að heita Urðir

Elsa Rut Jóhönnudóttir, 7.10.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband