Griðastaður Urðarkattar

GriðastaðurÞá er komið nafn á húsið hans Urðarkattar. Margar sniðugar og góðar tillögur bárust, til dæmis Urðarkot, Urðir, Föðurhús, Finnbogastaðakot, Urðarkattarhús og Rammakot, en fyrir valinu varð nafnið Griðastaður.

Allir þurfa að eiga sinn griðastað í heiminum, og Urðarköttur er sannarlega ánægður að geta leitað skjóls undan stormi og hríð.

Lukkudýrinu okkar finnst rigning reyndar verst af öllu, og þó það sé eiginlega alltaf gott veður í Trékyllisvík er ekki hægt að neita því að stundum rignir hressilega.

Og svo er líka gott fyrir Urðarkött að eiga núna sinn Griðastað, þar sem hann getur legið og hugsað málið. Er hann kannski ekki spekingslegur á myndinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband