Hvað á sá ferhyrndi að heita?

Valgeir og ferhyrndi hrúturinnHrefna og Valgeir í Árnesi eignuðust mikinn dýrgrip í vor: Ferhyrndan hrút.

Hann braggaðist vel í sumar, og í vetur mun hann búa í einkasvítu í fjárhúsunum. Hornin hans eru einsog spjót, svo það er ekki óhætt að hafa hann með öðrum hrútum. Svona ef hann kemst í vont skap.

En ferhyrndi hrúturinn er reyndar mesta gæðablóð, en þó er eitt sem hann vantar: Nafn.

Í morgun létum við hugann reika um nafn á hrútinn og höfum ákveðið að efna til kosninga meðal lesenda síðunnar. Svo takið endilega þátt í kosningunum hérna hægra megin á síðunni.

Möguleikarnir eru: Finnbogi rammi, Faxaflói, Geysir, Knútur, Hreggviður, Krabbi, Herra Háhorn og Geimálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Legg til að þessi fallegi gripur verði skýrður Geir ekki vafi

Þórarinn M Friðgeirsson, 13.10.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: arnar valgeirsson

knútur er í þýskalandi og ég segi geimálfur.

arnar valgeirsson, 13.10.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband