Rebbi kom með ísjaka til Íslands fyrir 10 þúsund árum!

Rebbi á HlíðarhúsafjalliEftir Júlíönu Lind. 

Það eru til tvær tegundir refa, ein er hvít og ein er mórauð. Refir eru kallaðir ýmsum nöfnum, svo sem tófa, lágfóta, skolli og sitthvað fleira.

Refir sjá ekki vel, en heyrn og lyktarskyn eru talsvert betri. Tófa getur eignast sex afkvæmi, en þau eru kölluð yrðlingar. Aðalfæða refsins eru sjóreknir selir og svartfugl.

Stundaðar eru rannsóknir á refnum og eru þær stundum veiddir lifandi í gildrur og vigtaðir og sett á þá staðsetningartæki. Hægt er að geta sér til um aldur með því að skoða tennurnar.

Refir búa í grenum eða djúpum holum. Þeir hafa lifað á Íslandi í 10 þúsund ár og er talið að refir hafi komið til Íslands með ísjaka.

Tófa gefur frá sér hljóð sem nefnist gagg.

Þetta eru mjög falleg dýr og vonandi hef ég frætt þig nóg um refinn!

Myndin: Hrafn tók myndina í sumar uppi á Hlíðarhúsafjalli. Það er mikið um ref í Árneshreppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband