Fleiri búa í Árneshreppi en mannfólkið

Selir í TrékyllisvíkÞað búa fleiri í Árneshreppi en mannfólkið og húsdýrin. Nú erum við að vinna verkefni um dýrin sem lifa úti í náttúrunni.

Hérna eru refir, mýs, minkar og selir.

Og auðvitað margar tegundir af fuglum.

Við byrjum á því að segja frá rebba. Hér kunna allir sögur af honum en svo horfðum við líka á frábæra heimildarmynd sem heitir Frumbygginn og var tekin í Ófeigsfirði.

Næst ætlum við að segja ykkur frá músinni. Í Árneshreppi eru (sem betur fer) engar rottur, og litlu mýsnar eru ósköp meinlausar og sætar.

Mús í heimsóknEfri myndin er af forvitnum selum í Trékyllisvík. Það er sagt að þeir hafi mannsaugu.

Neðri myndin er af mús sem bjargað var úr klónum á Kúrt. Hún kemur örugglega aldrei aftur í heimsókn á skólalóðina!

Hérna fyrir neðan eru ritgerðir Ástu og Júlíönu um rebba.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband