Íbúum fjölgar í Árneshreppi!

Kúrt prinsKúrt stendur stoltur í Kattakastalanum í Trékyllisvík. Hann hefur líka ástæðu til að vera í góðu skapi: Kærastan hans, hún Ögn í Bæ, er kettlingafull!

Við sögðum frá trúlofun Kúrts og Agnar í byrjun september, en langt er síðan kettlingar fæddust hér í sveitinni.

Kúrt fæddist í mars og verður því bara 8 mánaða þegar fyrstu afkvæmi hans koma í heiminn. Ögn er dálítið eldri og lífsreyndari, enda er hætt við að uppeldið lendi að mestu á henni.

Ögn er frá Akureyri, þar sem mamma hennar var heimilisköttur en pabbinn var villiköttur.

Kúrt er hinsvegar frá Reykjavík. Mamma hans heitir Skotta og býr í Skólastræti en pabbinn er hvorki meira né minna en konungur villikattanna í sunnanverðum Þingholtum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband