Ljósin slokkna

Syngjandi lambhrúturJúlíana var niðursokkin í líffræði og Ásta var að útbúa sjálft sólkerfið þegar rafmagnið fór af í morgun.

Sem betur fer höfum við ljósavél, sem hægt er að nota þegar rafmagnið fer. Annars hefðum við til dæmis ekki getað kveikt á tölvunni. Eða fengið ljúffengið kakósúpu hjá Hrefnu í hádeginu. 

Veturinn er að þramma í garð, segir Júlíana, sem finnst samt að veðrið upp á síðkastið hafi ekki verið neitt sérstaklega vont. Bara slydda og rok.

Urðarköttur, lukkudýrið okkar, hefur engar áhyggjur af rafmagnsleysinu. Einu áhyggjur hans eru af næsta pela! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband