Vorljóð í snjónum

Árný smalastúlkaÁsta er að læra ljóð eftir Steingrím Thorsteinsson (1831-1913) sem var eitt af þjóðskáldum Íslendinga. Uppáhaldsljóð Ástu er Smaladrengurinn, sem henni finnst mjög skemmtilegt og þar að auki mjög gaman að lesa ljóð um vorið og sumarið þegar veturinn er genginn í garð hér í Árneshreppi.

Smaladrengurinn, gjörið svo vel:

Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Eg skal gæta þín.

Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng.
Leikið, lömb, í kringum
lítinn smaladreng.

Myndin er af smalastúlkunni Árnýju frá Melum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband