Lukkudýrið kveður skólalóðina

Síðasti pelinnLukkudýrið okkar, Urðarköttur Hnykilsson, er ekki lengur á skólalóðinni.

Um helgina fór hann upp í Bæ, þar sem hann fékk vist í fjárhúsunum innan um aðra hrúta.

Snjórinn var orðinn svo mikill að Urðarköttur átti í vandræðum með að krafsa eftir grasi. Og orðið svo kalt að hann var kominn í klakabrynju.

Við munum sakna hans. Júlíana segir að Urðarköttur sé oftast skemmtilegur, en óneitanlega geti hann verið svolítið frekur. Og að hann telji sjálfan sig mestan og bestan.

Það er eins gott að Urðarköttur hafi sjálfstraustið í lagi, því hann er minnstur af öllum hrútunum í fjárhúsunum í Bæ. Það er vegna þess að hann fæddist svo seint.

Á myndinni er Urðarköttur að fá síðasta pelann áður en hann labbaði með Hrafni og Elínu upp í Bæ. Honum fannst greinilega mjög gaman að hitta aðra hrúta og fór strax að leika við þá. 

Við segjum ykkur fleiri fréttir af Urðarketti, því auðvitað hættir hann ekki vera lukkudýr Finnbogastaðaskóla! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband