Lukkudýrið okkar, Urðarköttur Hnykilsson, er ekki lengur á skólalóðinni.
Um helgina fór hann upp í Bæ, þar sem hann fékk vist í fjárhúsunum innan um aðra hrúta.
Snjórinn var orðinn svo mikill að Urðarköttur átti í vandræðum með að krafsa eftir grasi. Og orðið svo kalt að hann var kominn í klakabrynju.
Við munum sakna hans. Júlíana segir að Urðarköttur sé oftast skemmtilegur, en óneitanlega geti hann verið svolítið frekur. Og að hann telji sjálfan sig mestan og bestan.
Það er eins gott að Urðarköttur hafi sjálfstraustið í lagi, því hann er minnstur af öllum hrútunum í fjárhúsunum í Bæ. Það er vegna þess að hann fæddist svo seint.
Á myndinni er Urðarköttur að fá síðasta pelann áður en hann labbaði með Hrafni og Elínu upp í Bæ. Honum fannst greinilega mjög gaman að hitta aðra hrúta og fór strax að leika við þá.
Við segjum ykkur fleiri fréttir af Urðarketti, því auðvitað hættir hann ekki vera lukkudýr Finnbogastaðaskóla!
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 11
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 3367
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.