Gleðileg jól!

Svona gerum við...Það var mikið um dýrðir í Finnbogastaðaskóla í dag. Litlu jólin voru haldin hátíðleg, og voru í alla staði yndisleg og skemmtileg.

Hrefna bar fram sannkallaðan hátíðarmat, hangikjöt með öllu tilheyrandi, og á eftir var (sérpantaður) kaldur jólagrautur. Namminamm. Örnólfur var svo stálheppinn að fá möndluna, sem tryggði honum eyrnastórt tröll í verðlaun.

Eftir matinn skiptumst við á pökkum og allir fengu eitthvað fallegt.

Alvöru jólasveinarUm það bil sem jólaskemmtunin var að hefjast sást til rauðklæddra karla með ógnarsítt skegg. Þeir komu labbandi eftir veginum, en voru heillengi að koma sér yfir brúna á Árnesá. Þeir höfðu víst aldrei séð brú áður!

Þeir komust samt alla leið, með viðkomu á leikvellinum, því þeir urðu að prófa rólurnar, þó þeir vissu ekki alveg hvernig þeir virkuðu. Loksins þegar þeir gáfust upp á rólunum komu þeir í skólann og voru boðnir hjartanlega velkomnir.

Þarna voru komnir Gluggagægir og Djókaþeytir, hvorki meira né minna. Gluggagægi þekkja auðvitað allir, en Djókaþeytir er minna þekktur jólasveinn sem þeytir bröndurum í kringum sig. Hann stóð líka undir nafni og var mjög skemmtilegur og þeir sveinar báðir!

Annabella og Krummi bregða á leikSvo hófst skemmtunin, þar sem Ásta og Júlíana voru í aðalhlutverkum, vel studdar af Örnólfi gestanemanda. Það var sungið, sögur lesnar, brandarar sagðir, leikið á hljóðfæri og boðið upp á brúðuleikhús. Engin smá dagskrá!

Síðast en ekki síst gengu svo allir kringum jólatréð og sungu og trölluðu af hjartans list.

Frábær dagur í Finnbogastaðaskóla og frábær skemmtun. Nú tekur jólafríið við, svo við "sjáumst" ekki fyrr en á nýja árinu.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR GETIÐ ÞIÐ SKOÐAÐ MYNDAALBÚM FRÁ LITLU JÓLUNUM!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Gunnlaug Briem

Gleðileg jól Strandastelpur ,Kúrt krútt og aðrar kisur :)

Þóra Gunnlaug Briem, 22.12.2008 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband