Kynjafiskur í Árnesi

VogmærinRóbert og Númi, bræður Ástu í Árnesi, fundu skrýtinn fisk í fjörunni um daginn. Ásta sagði að augun í honum væru stærri en hausinn og þar að auki næði eldrauður uggi alveg frá haus og aftur á sporð.

Þarna reyndist komin vogmær. Rannsóknir Ástu leiddu í ljós að vogmærin getur orðið allt að 3 metrar á lengd, en sú sem geispaði golunni í Árnesfjöru var 133 sentimetrar.

Ásta segir líka að samkvæmt gamalli þjóðtrú eigi að brenna vogmær sem rekur á land, eða sökkva henni aftur í hafið. Annars verði skipsskaði.

Ef þið viljið lesa meira um þennan undarlega fisk getið þið smellt hérna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband