Fagur fiskur í sjó

Eftir Júlíönu Lind.Sjóferð Júlíönu

Um daginn fórum við að veiða í soðið á happafleytunni hans pabba, Gísla ST 23. Við vorum undan Krossnesi, svo sundlaugin í fjörunni sást vel.

Mamma varð dálítið sjóveik, en sem betur fer slapp ég við það. Mér var bara orðið dálítið kalt undir lokin.

En veiðarnar gengu vel og þetta var mjög skemmtilegt. Fyrst fengum við tvær ýsur, og þær brögðust dásamlega daginn eftir! Þrátt fyrir eltingaleik náðum við ekki fleiri ýsum, en þeim mun fleiri þorskum.

Pabbi sagðist aldrei hafa fengið svo væna þorska áður. Ég lærði ýmislegt um lífið á sjónum (og lífið í sjónum) og deili því með ykkur á næstunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband