Dýraflokkurinn stofnaður!

KonungsmörgæsirVið höfum ákveðið að stofna nýjan stjórnmálaflokk, sem á að heita Dýraflokkurinn!

Dýraflokkurinn á að hugsa um velferð dýra, sérstaklega þeirra sem eru í útrýmingarhættu. Þar má nefna ísbjörn, tígrísdýr, pandabjörn og sjálfa mörgæsina. Og örninn, sjálfan konung íslensku fuglanna. Svo ætlum við auðvitað að passa sérstaklega upp á gíraffann, sem er uppáhaldsdýrið okkar.

Við heyrðum í morgun að hætta er á því að stofn konungsmörgæsa minnki um 95 prósent á þessari öld. Það eru hræðilegar fréttir.

Eins og Júlíana sagði: "Ég vil ekki að afkomendur mínir alist upp í mörgæsalausum heimi!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband