Við fengum skemmtilegan gest í sveitina nú um helgina: Branduglu, sem fann sér skjól í storminum undir brúnni yfir Árnesá.
Uglur eru fágætar á Íslandi. Talið er að aðeins milli 100 og 200 pör verpi árlega. Uglan er sögð vera fugl viskunnar, en við þekkjum þær líka úr Harry Potter bókunum. Þar hafa þær það hlutverk að bera út póst! Kannski var uglan að koma með bréf hingað í sveitina...
Krummarnir í Trékyllisvík voru ekkert yfir sig hrifnir af gestinum. Af hverju? "Af því hún er aðskotadýr!" segir Ásta. Og svo keppa uglur við krumma í músaveiðum.
Uglan er fallegur fugl og með mikið vænghaf, kringum metra. Samt er hún bara 300 til 400 grömm á þyngd.
Við vitum ekki hvort uglan góða ætlar að setjast að í sveitinni okkar, en við látum ykkur vita!
Hérna er hægt að lesa meira um brandugluna: Smellið hér.
Flokkur: Bloggar | 10.3.2009 | 10:07 (breytt kl. 10:09) | Facebook
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.