Gyðja fæðir Byl

Júlíana, Gyðja og Bylur litliEftir Júlíönu Lind 

Á sunnudagsmorguninn kom pabbi heim með stórfréttir um að lamb hefði fæðst hjá okkur á Steinstúni. Lambið fæddist nóttina 8. mars og er því orðið tveggja daga gamalt. Það er fílhraust og góða mömmu sem heitir Gyðja.

Við vitum ekki alveg hver faðir lambsins er, en teljum að það sé Sindri, einn af lambhrútunum. Lambið hefur fengið nafnið Bylur, af því hann fæddist í svaka byl. Hann er hvítur með bleikan nebba. Bylur og Gyðja eiga sér stíu og una sér vel í henni.

Ég lofa að færa ykkur glóðvolgar fréttir af Byl, en þangað til verður þetta að nægja!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband