HREINDÝRALÍF eftir Ástu Þorbjörgu

Halló ég heiti Karl og ég er hreindýr. Ég er að leika mér með hinum hreindýrakálfunum. Ég á heima á Austurlandi, en ég er ættaður frá Finnmörku í Noregi. hreindýralífMamma heitir hreinkýr og pabbi hreintarfur. Mömmurnar geta bara orðið 30 – 40 kg en pabbarnir 80 – 100 kg. Bæði pabbarnir og mömmurnar eru með horn. Þegar við erum lítil eru hornin mjúk en þegar við stækkum harðna þau og detta að lokum af. Við erum jórturdýr með fjóra maga. Við erum jurtaætur og borðum fléttur, starir, grös, lyng, blómplöntur og sveppi. Á veturna kröfsum við upp snjóinn til að komast að fæðu, sem aðallega er fléttur og skófir. Feldurinn okkar er í tveimur lögum, þétt stutt undirhár og löng yfirhár. Hárin eru hol að innan, mjög þétt og einangra þess vegna vel. Feldurinn okkar er oftast dökkbrúnn á sumrin en ljósari á veturna. Við fljótum vel í vatni og hikum ekki við langa sundspretti yfir ár og vötn. Okkur líður mjög vel á Íslandi. HREINDÝRHreindýr eru góð,hreindýr eru fín,og ég tauta þetta ljóð,jafn feit og svín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband