Skólaferðalag til Flateyjar

 

Fullt af myndum í myndaalbúminu

 Skólaferðalag 2009 Flatey 026

 

Mánudagur 28/9 2009.

Við fórum til Hólmavíkur og þar fórum við á Kaffi Galdur. Þar fengum við galdraseyði og súkkulaðiköku. Síðan fórum við nýja veginn um Arnkötludal. Svo keyrðum við alla leið á Brjánslæk og sigldum með Baldri til Flateyjar. Húsið sem við gistum í heitir Vesturbúðir. Um kvöldið héldum við kvöldvöku

Kári

Þriðjudagur 29/9 2009

Ég vaknaði og mér var ískalt. Þegar allir voru vaknaðir og búnir að borða morgunmat fórum við í göngutúr og skoðuðum kirkjuna og bókasafnið. Og bókasafnið í Flatey var fyrsta bókasafnið á Íslandi. Svo fórum við í hið kyngimagnaða draugaskip sem er risastórt og mjög gamalt. Þegar við vorum búin að grandskoða skipið fórum við í hádegismat. Eftir hádegismat fórum við í gönguferð um þorpið og svo aftur í Vesturbúðir þar sem við gistum og héldum aðra kvöldvöku.

Tuesday 29th of september

I woke up and I was freezing it was so cold. When eweryone was a wake and done with the brekfast we whent out. We looked at the church and the libary. We also saw a ghostship and it was huges. We whent back to the house we were staying in and had a supe for lunch. After lunch we looked at the village . Then we whent to the house and had an entertain it was so fun and after that we whent to sleep.

Júlíana Lind

Miðvikudagur 30/9 2009.

Í morgun fórum við hringinn í kringum Flatey. Svo fórum við aftur í draugaskipið og fórum í sjóræningjaleik og svo fórum við heim í Vesturbúðir og fengum gómsæta súpu og súrmjólk. Ég gleymdi brauðinu. Svo fórum við í bátinn Baldur en ekki guðinn Baldur.

Ásta Þorbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband