Nú er verið að ómmæla í allri sveitinni. Við gripum tækifærið og gengum upp í Bæ til að fylgjast með.
Það er ómað og stigað. Ómun felst í þvíað skoða fitu og vöðvastærð lambsins. Þegar það er stigað fá gimbrar 3 einkunnir. Það er ull, læri og frampartur.Hrútar fá 10 einkunnir, þær eru til dæmis hausinn, læri, gar og rana. Ef hrútar eru með 80 og hærra í einkunn er hrúturinn svakalega góður.
Fólkið sem var að ómmæla í Bæ heitir Jón Viðar, Anna Magga og Lárus. Jón Viðar sagði að besta lamb sem að hann hefði mælt væri í Norður Þingeyjasýslu.
Þetta var skemmtileg ferð og fræðandi.
Júlíana, Ásta, Kári og Þórey
Bloggar | 29.9.2011 | 11:05 (breytt 3.10.2011 kl. 13:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 15.9.2011 | 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðasta föstudag fórum við með Rósu og Steina út að gróðursetja víði. Við gróðursettum trén í ruðningnum hjá mýrinni og í girðingunni utan um mýrina. Þetta voru um 30 tré. Steini segir að þetta verði ekkert meira en bara runni. Það er mjög ólíklegt að þetta lifi af því að við gróðursettum þetta um haust og þetta verði að ná að róta sig áður en það kemur frost. En við vonum að þetta haldi lífi í vetur.
Kv Júlíana, Ásta, Kári og Þórey
Bloggar | 8.9.2011 | 11:00 (breytt kl. 11:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær barst okkur í skólanum glæsileg gjöf frá honum Einari Óskari og pabba hans Sigurði Geirssyni. Við fengum að gjöf glæsilegt hljómborð og statíf undir það. Við erum himinsæl með þessa frábæru gjöf sem kemur sér afar vel fyrir okkur. Nú getum við spilað eins og vindurinn og lært á það í tónmennt hjá henni Rósu. Einar bað okkur öll að læra eitt lag fyrir jólaskemmtunina og það ætlum við okkur að gera.
Takk fyrir okkur Einar og Siggi:O)
Hér eru nokkrar myndir frá afhendingunni í gær!
Bloggar | 31.8.2011 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar við fórum í heimilisfræði í morgun var okkur falið að búa til hádegismatinn sem að átti að vera plokkfiskur og skyr. Ég og Kári vorum látin velja kartöflur og taka af þeim spírurnar. Þórey og Brynja Dröfn (gestanemandi) hrærðu skyrið og Júlíana var látin sjóða fiskinn og búa til sósuna. Þegar að fiskurinn var soðinn og skyrið var tilbúið var fiskurinn settur á fat og skyrið sett inn í ísskáp. Þegar að skyrið var tilbúið fóru Þórey og Brynja upp að leika sér og þegar að kartöflurnar voru tilbúnar fórum ég, Kári og Júlíana að skræla þær. Og Júlíana grét bara smá við að skera laukinn. Svo blönduðum við öllu í skál og borðuðum okkur pakksödd.
Kveðja Ásta, Þórey, Kári og Júlíana.
Bloggar | 29.8.2011 | 13:09 (breytt kl. 14:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja nú er skólinn byrjaður aftur eftir langt og gott sumarfrí. Skólasettingin var haldin 23. Ágúst. Elísa Ösp setti skólann með glæsibrag. Enda vel æfð. Það er mjög gaman að skólinn sé byrjaður.
K. v. Kári og Júlíana Lind
Bloggar | 29.8.2011 | 12:58 (breytt kl. 14:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag föstudaginn 20. maí voru skólaslit í skólanum okkar. Við eigum reyndar eftir að fara á sundnámskeiðið en það byrjar á morgun. En takk fyrir samveruna í vetur við mætum öll hress og kát aftur á síðuna okkar í haust. Hafið það gott og GLEÐILEGT SUMAR!
Bloggar | 20.5.2011 | 23:58 (breytt 21.5.2011 kl. 00:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær fórum við í Hellisvík í vorferð. Við lékum okkur í klettunum þar sem krakkar hafa verið með bú í mörg ár. Þetta bú hefur færst frá manni til manns í mörg ár og þar er að finna allskyns dót frá liðinni tíð. Við grilluðum okkur svo pulsur í fjörunni. Þetta var skemmtilegur dagur í lok skólaárs. Myndirnar getið þið skoðað í myndaalbúmi.
Bloggar | 18.5.2011 | 14:37 (breytt kl. 14:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær miðvikudag var náttfatadagur í skólanum. Það máttu allir koma í náttfötum og svo spiluðum við nýja spilið sem við keyptum um daginn. Það heitir Activity og í því á að teikna, leika og útskýra. Þetta er frábært spil og við skemmtum okkur vel. Hér er ein mynd af okkur þar sem við erum að spila!
Bloggar | 5.5.2011 | 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á þriðjudaginn blasti við okkur óvenjuleg sjón þegar við vorum að fara heim úr skólanum. Þá sáum við fisk á skólatröppunum og skildum ekkert í hvernig hann hafði komist þangað! Líklega hefur einhver fugl ætlað að gæða sér á honum en ekki náð því. Þessi fiskur heitir sandkoli.
Þessa frétt skrifuðu Þórey, Elísa Mjöll og Guðrún Júlíana sem eru gestanemendur þessa viku:O)
Bloggar | 5.5.2011 | 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar