Í gær var Dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni færðum við nokkrum íbúum ljóð og upplestur heim á bæ. Fólk var við ýmsa iðju þegar okkur bar að garði t.d. að rýja fé, búa til tólg, vinna á bryggjunni ofl. Allir kunnu vel að meta upplesturinn og ljóðin og þetta var mjög ánægjuleg leið til að minna fólk á þennan merkilega dag. Myndirnar tala sínu máli.
Kveðja Kári
Bloggar | 17.11.2011 | 11:31 (breytt kl. 12:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óveður!!
Einu sinni sem oftar gekk smaladrengurinn Guðmundur með fé föður síns og hundin sinn Snata. Einn daginn fóru kindurnar að vera órólegar en Guðmundur tamdi þær og þær urðu spakari. Nokkru seinna brast á blindhríð það kom stormur og snjóbylur þeir félagar voru skíthræddir um að nú myndu þeir missa féð og það var líka það sem þeir gerðu. Þeir sáu ljós og heyrðu hljóð sem var líkara gráti. Þeir gengu að ljósinu og fundu helli og þar inni var stúlka sem grét af öllum lífs og sálar kröftum.
Guðmundur gekk inn og spyr: hvað gengur að þér?
Hún svarar: Ég var send út í morgun að ná í lambakjöt úr hópnum þarna upp frá.
Guðmundur setti upp hissu svip.
Stelpan: Þegar ég kom aftur voru allir farnir.
Guðmundur: Viltu ekki fá úlpuna mína þér er svo kalt?
Stelpan: Ég datt í drullupoll á leiðinni og ég er ógeðslega skítug.
Guðmundur: Pu, kvenmenn tautaði hann en hundurinn gelti.
Stelpan : Heyrðu viltu ekki vera hjá mér meðan bylurinn er?
Guðmundur: Jú jú, er ekki pláss fyrir hundinn annars.
Stelpan: Það ætti að vera pláss. Þar sem að Tryggur er ekki með mér, heldur fór hann með foreldrum mínum.
En Guðmundur fór aldrei og lifðu þau í hellinum á lambakjöti til æviloka.
Kári Ingvarsson.
Bloggar | 10.11.2011 | 11:46 (breytt kl. 13:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Góður vinur er,
hjálpsamur og góður.
Hann mig alltaf sér,
hlaupandi og móður.
þórey
Bloggar | 10.11.2011 | 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var hrollkalt úti. Sara hélt að hún myndi frjósa á leiðinni heim úr skólanum. Þegar að hún kom heim fékk hún sér heitt kakó, og seinna um kvöldið fór Sara að sofa. Hún ætlaði að fara með Atla vini sínum í fjallgöngu og hana hlakkaði rosalega mikið til.
Þau lögðu snemma af stað á laugardagsmorgni, rétt eftir að sólin kom upp. Þau voru með bakpoka fulla af nesti og auka par af sokkum og fötum. Pabbi Atla keyrði þeim inn í næsta fjörð og þau ætluðu síðan að fara yfir fjallið og heim. Þau gerðu ráð fyrir að vera komin fyrir kaffitímann.
Atli og Sara lögðu hress af stað, þau sungu lög, sögðu sögur og stoppuðu oft til að sjá útsýnið yfir fjörðinn. Sýnin var ótrúleg. Rauð sólin baðaði bleikum geislum sínum yfir himininn og fjörðurinn varð appelsínugulur og bleikur og sjórinn varð gulur á litinn.
Þegar líða tók á daginn fóru þau að nálgast toppinn og um hádegið náðu þau upp. Atli varð órólegur, honum fannst vera að þykkna upp í skýjunum og kaldur vindur fór að blása. Seinna var komið hífandi rok og grenjandi rigning sem sveið undan þegar hún skall á kinnunum. Þau ákváðu að leita skjóls undir klettavegg og bíða óveðrið af sér. Þau vissu að uppi á fjöllum var allra veðra von og höfðu þess vegna pakkað hlýjum fötum sem þau drifu sig í. Þau voru ekki illa haldin, mamma Söru hafði pakkað mikið af nesti og heitu kakói. En fötin urðu fljótt blaut og köld. Svo fór að kólna enn meira og Atli var sannfærður um að það færi að snjóa bráðlega. Þetta var seint um haustið og allt gat gerst. Sara hljóp oft undan klettaveggnum til að gá hvort skyggnið væri betra þar en alls staðar var jafn dimmt og drungalegt.
Allt í einu heyrðu þau dauft hljóð eins og gelt í hundi. Atli og Sara hlustuðu vel en heyrðu það ekki aftur. Þau byrjuðu að kalla og þá byrjaði geltið aftur hátt og skýrt. Þau sáu dauft ljós og hlupu í áttina til þess, þar stóðu feður þeirra og föðmuðu þau að sér.
Í bínum á leiðinni heim sofnuðu þau örþreytt og vafin inn í þykk ullarteppi og hundurinn lá ofan á fótunum á þeim glaður yfir að hafa fundið þau.
Bloggar | 10.11.2011 | 11:41 (breytt kl. 15:04) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hallelujah
Well i heard there was a secret chord,
that David played and it pleased the lord,
but you dont relly care for music, do you?
Well it goes like this:
the fourth, the fifth,
the minor fall and the major lift
the bafflet king composing hallelujah
Hallelujah, hallelujah, hallelujah, hallelujah.
Your faith was strong but you needed proof
you saw her bathing on the roof
her buety and the moonlight overhrew you
she tied you to her kitchen chair
she broke your throne and she cut your hair
and from your lips she drew the hallelujah.
Hallelujah, hallelujah, hallelujah, hallelujah.
Well maybe there's a god above
but all i've ever learned from love
was how to shoot somebody who outdrew you
it's not a cry that you hear at night
it's not someone who have seen the light
it's a cold it's a broken hallelujah
hallelujah, hallelujah, hallelujah, hallelujah.
Ásta Þorbjörg
Bloggar | 10.11.2011 | 11:13 (breytt kl. 11:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nemendum brá heldur betur í brún og ráku upp stór augu þegar þeir komu í skólann í morgun. Áin í Trékyllisvík hafði flætt alveg upp undir veg í morgun. Svo gríðarlegt flóð hefur ekki sést lengi en ósinn á ánni hafði stíflast vegna sands og drullu.
Við gripum tækifærið og tókum nokkrar myndir. ;)
Á myndunum sést Ingólfur bóndi í Árnesi vera að búa til farveg fyrir ána með dráttarvélinni sinni svo það flæði ekki yfir allt.
Júlíana Lind
Bloggar | 3.11.2011 | 12:57 (breytt kl. 13:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18. október 2011
Í síðustu viku byrjuðum við skólaferðalagið á því að mæta á Flugfélag Íslands til þess að taka flug til Akureyrar og þar þurftum við að bíða í fjóra klukkutíma. Við nýttum tímann með því að rölta um bæinn og skoðuðum búðir. Við getum ekki sagt að Kára hafi fundist neitt svakalega gaman að skoða búðir. Ásta týndi vettlingunum sínum á Akureyri en fann þá aftur.
Rétt áður en við fórum á flugvöllinn fórum við á Subway og hittum Örnólf Hrafn Hrafnsson. Síðan fórum við með flugvél til Grímseyjar.
Við hittum öll skólabörnin og um kvöldið fórum við á veitingastað sem að heitir Krían og er við hliðina á Búðinni sem er búðin í Grímsey. Seinna um kvöldið fórum við á tónleika með Eyjólfi Kristjánssyni.
19.október
Næsta dag vöknuðum við snemma og fórum í skólann með krökkunum í Grímsey. Þetta er þrettán barna skóli með tveimur kennurum. Við byrjuðum á verkefni sem heitir ströndungar og eyjaskeggjar. Það gengur út á að öllum krökkunum er skipt í tvo hópa sem sagt í ströndunga og eyjaskeggja. Hver hópur átti að segja frá Grímsey og Árneshreppi og búa til kort af honum. Eftir skóla fórum við á opið hús í skemmtilega leiki, sem var rosalega skemmtilegt.
20. október
Við fórum í skólann klukkan 8:00 og unnum í verkefninu. Þegar skólinn var búinn fórum við í Gallerý Sól og þaðan fóru nokkrir krakkar með okkur í skoðunarferð um eyjuna. Þau sögðu okkur margt mjög fróðlegt. Bjarni bróðir hennar Huldu Signýjar skólastjóra fór með okkur og nokkra aðra krakka úr Grímsey í sjóferð þar sem við skoðuðum vestari hluta eyjarinnar. Við fengum einnig að prófa að veiða fisk. Um kvöldið var svo pizzupartý og kvöldvaka með nemendum, kennurum og foreldrum. Við fórum í marga skemmtilega leiki. Við krakkarnir gáfum skólanum bók að gjöf og öllum eitt kort af Árneshreppi og brjóstsykur sem Jóhanna mamma hennar Ástu bjó til. Svo sögðum við öll frá okkur sjálfum og eina þjóðsögu úr Árneshreppi. Eftir kvöldvökuna fengu allir krakkarnir að koma með okkur heim á gistiheimilið og við fórum öll í feluleik um húsið stóra.
21. október
Þennan síðasta dag fórum við í skólann og lukum við verkefnið okkar. Við bökuðum vöfflur og súkkulaðiköku og um hádegi komu gestir í skólann til að skoða verkefnið okkar. Við fórum öll með stuttar setningar um heimabyggðirnar nema ein stelpa hún Sigrún sem fór með ljóð. Allir fóru saddir heim úr skólanum og við fórum á gistiheimilið og náðum í töskurnar okkar. Við fórum með flugvél til Akureyrar og þar spókuðum við okkur aðeins um bæinn áður en við fórum á Bautann og Brynju. Við tókum rútu í Staðarskála þar sem Gulli og Golli biðu eftir okkur. Ferðin heim gekk ekki nógu vel þar sem það sprakk á tveimur dekkjum. Við komumst samt heim þó það væri komin nótt. Þetta var alveg frábært ferðalag sem við fórum í og okkur langar til að þakka Grímseyingum öllum fyrir frábæra gestrisni þangað komum við vonandi aftur. Þau eru líka velkomin í heimsókn til okkar!
Myndir úr ferðalaginu koma inn í albúm hér til hliðar!
kv. Kári, Júlíana, Þórey,Ásta, Elísa og Hrefna
Bloggar | 27.10.2011 | 11:45 (breytt kl. 13:07) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við erum að fara í heljarinnar skólaferðalag til Grímseyjar. Við höldum öll af stað í dag og verðum í Reykjavík þar til á þriðjudagsmorgun en þá förum við með flugvél til Grímseyjar. Krakkarnir í skólanum í Grímsey eru búin að undirbúa komu okkar þangað og við erum öll orðin mjög spennt. Ferðasöguna fáið þið að lesa þegar við komum til baka eftir rúma viku.
þangað til getið þið skoðað þessa fínu mynd af Grímsey sem við fengum lánaða af netinu.
Bloggar | 13.10.2011 | 11:13 (breytt kl. 11:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við héldum félagsvist í vikunni. Það voru fínir vinningar í boði t.d. sleikjó og brjóstsykur sem Jóhanna mamma hennar Ástu bjó til og gaf okkur. Í aðalverðlaun voru bækur. Hrefna og Ingólfur fengu aðalvinningana, Siggi í Litlu-Ávík og Jóhanna fengu setuverðlaunin og Kári og Edda fengu skammarverðlaun. Við vorum búin að baka kökur og sem voru í boði í hléinu.
Hér eru nokkrar myndir frá félagsvistinni.
Kveðja Kári
Bloggar | 13.10.2011 | 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Síðastliðinn föstudag fengum við frábæra heimsókn en þá kom hún Vigdís Grímsdóttir til okkar. Hún var að fylgjast með okkur í tónmennt og myndmennt. Í myndmennt vorum við að gera svakalega flottar myndir með punktum sem við gerðum með eyrnapinnum. Vigdísi fannst mjög gaman að sjá hvað við vorum að gera en hún ætlar svo að koma og kenna okkur eftir áramót þegar Rósa fer í frí til að eiga litla barnið.
Bloggar | 13.10.2011 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
Tenglar
Tvist og bast í netheimum
- Númi Fjalar Númi Fjalar á myspace / aðeins fyrir útvalda ;D
- Gummi á Melum Guðmundur Björnsson
- Bæjarins besta Vestfirskar fréttir
- HSS Héraðssamband Strandamanna
- Galdrar Galdrasýning á Ströndum
- Kindur Sauðfjársetur á Ströndum
- Molar um Árneshrepp Árneshreppur í Wikipediu
- Félag Árneshreppsbúa Skemmtileg og stórfróðleg
- Veiðileysuætt Ættartal frá merkum bæ í Árneshreppi
- Djúpavík Flottasta hótel í heimi!
- Litli-Hjalli Jón Guðbjörn í Litlu-Ávík með ferskar fréttir
- Strandir Fréttir af Ströndum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar